Áætlanagerð

Í nútíma mannvirkjagerð er vönduð áætlanagerð forsenda góðs árangurs. Innan áætlunargerðar VSB er kostnaðaráætlun, framkvæmdaráætlun, áhættugreining og öryggisáætlun. VSB byggir á traustri reynslu við gerð verkáætlana og kostnaðaráætlana sem veita verkkaupum skýra yfirsýn yfir verkefni frá upphafi til enda.

Við gerð áætlana er lögð áhersla á náið samstarf við alla hagaðila verkefnisins. Á fyrstu stigum er unnið að því að skilgreina umfang og markmið, en síðar tekur við ítarlegri áætlanagerð í samvinnu við hönnuði og verktaka.

Content image

Eftirfylgni og vöktun áætlana er mikilvægur þáttur í að tryggja að verkefni haldist innan væntinga. VSB veitir reglulega yfirsýn yfir stöðu mála og bregst við frávikum með faglegum hætti.

Sjónræn framsetning áætlana gerir öllum hagaðilum kleift að skilja betur framvindu og áfanga verkefnisins. Þannig má bera saman mismunandi sviðsmyndir og taka upplýstar ákvarðanir um framhaldið.


Tengiliðir

Örn Guðmundsson

Framkvæmdasvið

orn@vsb.is

660 8609